top of page

Gegga

Helga "Gegga" Birgisdóttir

Gegga - Helga Birgisdóttir - fæddist í Reykjavík árið 1960 og býr þar enn.
Hún hefur alið af sér tvö börn sem hún kallar meistarastykki sín. Gegga er forvitin og námsfús og brennur fyrir flestu er varðar heilsu og vellíðan fólks.
Ástríða Geggu á andlegum málefnum og sköpunargyðjan í henni tóku höndum saman og sköpuðu
SMILER gripinn sem minnir okkur á að fylgja draumum okkar og að öll höfum við mikinn mátt til að skapa okkur gott líf. Bókin "SMILER getur öllu breytt" varð vinsæl og Gegga hefur verið beðin að skrifa greinar og kenna fyrir ýmiss velferðarsamtök. Hún er á meðal annarra sem skrifuðu kafla í bækur Dr. Andreu Pennington: Time to Rise og The 10 Top Traits of Highly Resilient People.

116455544_10224530337514432_366113773696
141055912_10226022109767806_343344273809

Hún starfaði m.a. sem ljósmóðir og
hjúkrunarfræðingur á LSH í 35 ár, þar af síðustu 6 árin á geðsviði. Hún elskaði að vinna með skjólstæðingum sínum, en það var svo margt sem henni fannst mikilvægt fyrir heildræna heilsu sem rúmaðist ekki innan veggja spítalans.

 

Hún upplifði sjálfa sig því vinna á móti gildum sínum og ekki fá tækifæri til að styðja á þann hátt sem hún vildi helst. Það fór svo að hún endaði í alvarlegri kulnum og þurfti aðstoð við að ná sér á strik. Hún ákvað í framhaldi að hlusta á hjarta sitt og nýta þekkingu sína og reynslu á öðrum stöðum.

 

Hún varð fljótt vinsæl sem meðferðaraðili, þar sem hún blómstrar og reynsla hennar og þekking nýtist vel,
en Gegga er einnig NLP meðferðar-og markþálfi, NADA nálarstunguaðili, og er með BA í myndlist. Henni fer vel að kafa djúpt í sálarlíf skjólstæðinga sinna enda leiðbeinandi í The Work (Byron Katie) og hefur numið IFS (innri partavinnu.)

Smiler%20ensk%20ka%CC%81pa%20copy.jpg
74886490_10221565516755766_6019627433936
128629363_10225610111788114_334936981481

Þeir sem þekkja Geggu segja hana mikinn fagurkera og það eru engar ýkjur að huggulegheit eru henni jafnmikilvæg og vatn er fyrir þyrsta plöntu. Kertaljós, sterkt kaffi, te, og súkkulaði er fastur liður þegar hún fær til sín skjólstæðinga.

Gegga er náttúrubarn - telur sig vera hálfgerðan álf og fátt nærir hana eins mikið og stór og feit tré, og í daglegum göngutúrum faðmar hún þau og spjallar við þau um sín hugaðrefni.

Það má líka sjá Geggu dansa á strætum úti, því hún getur illa setið kyrr þegar hún heyrir
góða tónlist, og þá er henni nokk sama þó aðrir haldi hana skrítna. Það er yfirleitt stutt í húmorinn hjá Geggu en hún gerir óspart grín að sjálfri sér og er almennt alltaf til í hverskonar ærslaleik.

175549285_10226761432330408_796787671330
IMG_0094.jpg
IMG_8307.JPG
1016205_10151717254393028_904047864_n.jp
bottom of page