"If you smile five times a day for NO REASON,
you can change your life in ninety days!"
- Thích Nhất Hạnh
Elín, arkitekt
Gegga er einstakur leiðbeinandi og aðferðir hennar hafa mjög djúpstæð áhrif, sem ná langt út fyrir námskeiðið. Ég mæli eindregið með þessu námskeiði fyrir þá sem eru tilbúnir að kafa djúpt innávið og skoða það sem er að valda kvíða og/eða þjáningu.
Jódís, kennari
Áhrifaríkast var að skoða hjartað og opna á tilfinningar. Aðferðafræðin er mjög gagnleg og í raun einföld sem verður til þess að hægt er að grípa til hennar í nær öllum aðstæðum.
Thelma, leikkona
"The Work" aðferðin sem hún beitir í grunninn er mjög einföld en svo áhrifarík leið til þess að komast hratt inn að kjarna málsins. Gegga er einnig með svo fallega nærveru og skapar áreynslulaust öruggt og nærandi umhverfi þar sem auðvelt er að gefa eftir og opna sig.
Ég er!
Einkaráðgjöf
Ertu að glíma við kvíða, óvissu og eins og þú sért ekki að fá það sem þú vilt virkilega út úr lífinu?
Hvað sem það er sem þú ert að glíma við, þá er Gegga tilbúin að taka á móti þér.
Með áratuga reynslu sinni af heilbrigðisþjónustu og samblöndu af aðferðum á við "The Work“ (Byron Katie), NLP coaching, IFs parta vinnu, NADA nálarstungum, listameðferð og fleiru, býður Gegga upp á sérsniðið ferli fyrir þig til að finna innri frið, frelsi og fylgja draumum þínum.
Þátttakendur: Einstaklingstímar
Lengd: 90 mínútur
Þú getur bókað einn tíma eða meðferð sem stendur yfir í lengri tíma (mælt er með 10 tímum).
Tengjumst í gleðinni
Taktu þátt í námskeiði
Vertu tilbúin að opna hugann fyrir nýjum sannleika og breyta gömlu hugsanamynstri.
Tengstu hópi fólks sem er á svipuðu andlegu ferðalagi á öflugu námskeiði þar sem við leyfum sálinni að skína. Þar sem streituvaldandi hugsunum og viðhorfum er umbreytt í gagnlegar og dýrmætar gjafir.
Námskeiðið er kennt í þremur, ca. 7 tíma lotum og er aðallega byggt á „The Work“ aðferð Byron Katie, sem hjálpar okkur að kafa djúpt inn á við til að finna rót sársauka
okkar. Við hugleiðum, gerum orkuæfingar og margt fleira.
Komdu og taktu þátt til að fá meiri gleði, ást og frið í þitt líf!
Þátttakendur: Hámark 10
Finndu þinn innri SMILER
Bókaðu fyrirlestur
Við erum hugur, líkami og sál en sálin á það til að gleymast! Bókaðu Geggu til að koma til þín og hvetja hópinn þinn með SMILER hugmyndafræðinni.
Í klukkutíma hvetjandi fyrirlestri fer Gegga í uppgötvunarferð sem kennir fólki að finna hamingju og gleði! Vissir þú að krafturinn til að láta stærstu drauma þína rætast býr í brjósti þér nú þegar? Við getum breytt nánasta umhverfi okkar og heiminum í kringum okkur - aðeins ef við erum tilbúin í viðhorfsbreytingu!
Fyrirlestur með myndasýningu og umræðum eftirá um allt það sem hægt er að gera og hvernig við getum farið úr því að vera fórnarlömb í að verða okkar eigin skaparar!
Þátttakendur: Ótakmarkað (fer eftir rými)
Lengd: 1 klst
Hentar fyrir alls kyns hópa, t.d. vinnustaði, skóla og samtök.
Heilum okkur saman
Námskeið fyrir þinn hóp
Sambland af „Tengjumst í gleðinni“ og „Finndu þinn innri SMILER“ - Heilum okkur saman er sérsniðin upplifun fyrir hópinn þinn.
Allt frá andlegu síðdegi til vikulangrar dvalar í íslenskri náttúru, Gegga mun finna nákvæmlega hvað það er sem þinn hópur þarf!
Þáttakendur: Hámark. 20 manns
Lengd: breytanlegt