"If you smile five times a day for NO REASON,
you can change your life in ninety days!"
- Thích Nhất Hạnh
Saga SMILER
Hvernig þetta töfraverkfæri varð til
"Ef þú brosir fimm sinnum á dag án tilefnis, þá getur þú breytt lífi þínu á 90 dögum"
Skapari SMILER, listakonan Gegga, heyrði þessa þessa vitnun í Thich Nhat Hanh á vinnustofu með N.D.Walsh í Bretlandi árið 2008. Sama dag skall efnahagskreppan á.
Gegga hafði hannað prótótýpu af SMILER mörgum árum áður þegar hún stundaði nám við Listaháskóla Íslands en á þessum tíma skorti hana sjálfstraust og réttu hugsjónina, og því svaf þessi töfragræja í skúffu í nánast áratug. En þökk sé innblæstri frá N.D. Walsch og góðum slatta af örvæntingu sökum kreppunnar, ákvað Gegga að láta vaða og opnaði loksins skúffuna.
Síðan þá hefur þessi listmunur sáð fræjum hamingjunnar víðsvegar um heiminn með einu brosi í senn.
Þegar þú brosir, aukast hamingjuhormón í líkamanum og lögmál aðdráttaraflsins færir þér meira af því sem veitir þér gleði.
SMILER er sannkölluð gleðigræja sem var fyrst og fremst sköpuð til þess að hjálpa þér að kveikja á máttuga skaparanum sem býr innra með okkur öllum. Mátturinn er nefnilega í okkar höndum; með trú okkar, orðum og aðgerðum getum við skapað endalausa möguleika. Það er okkar að breyta viðhorfinu! og þegar þú gerist SMILER þá brosir heimurinn við þér!